Kvennakór Háskóla Íslands heldur vortónleika sína í hátíðarsal Háskólans sunnudaginn 8. maí kl. 16.00
Yfirskrift tónleikanna er "Bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót" og er íslensk kórtónlist í forgrunni. m.a verða frumflutt 3 lög eftir Þorvald Gylfason prófessor.
Stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir og píanóleikari Helga Bryndís Magnúsdóttir.
Aðgangseyrir er kr. 2000 og 1500 fyrir námsmenn.
Kórinn skipa 26 háskólastúlkur og í hléi bjóða þær tónleikagestum upp á kaffi og kökur sem þær hafa sjálfar bakað.