Norræna kvennakóramótinu hefur verið aflýst. Mótið átti að halda í Västerås í Svíþjóð dagana 22. - 25. september 2005. Gígjan hafði samband við íslenska tengilið mótsins Sigrúnu Þorgeirsdóttur stjórnanda Kvennakórs Reykjavíkur og hún hafði þetta að segja um málið.
Jú, það er rétt - mótinu hefur verið aflýst vegna lélegrar þátttöku. Kvennakór Reykjavíkur var eini kórinn frá Íslandi sem var búinn að boða þáttöku sína en um 300 manns ætluðu að taka þátt - enginn sænskur kór var þar á meðal. Svíarnir létu vita tæpum mánuði eftir síðasta skráningardag að þeir ætluðu að hætta við allt saman. Það er þó smá líf í tuskunum enn því norski hópurinn (um 100 manns) og Kvennakór Reykjavíkur ætla að hittast og ef til vill einhverjir Finnar af þeim hópi sem hafði hugsað sér að taka þátt í mótinu. Þannig verður ekki um formlegt mót að ræða en þó eitthvað í áttina. Kveðja, Sigrún Þorgeirsdóttir Kvennakór Reykjavíkur Netfang: kvkor@mmedia.is Vefsetur Kvennakórs Reykjavíkur: http://kvennakorinn.is/
Jú, það er rétt - mótinu hefur verið aflýst vegna lélegrar þátttöku. Kvennakór Reykjavíkur var eini kórinn frá Íslandi sem var búinn að boða þáttöku sína en um 300 manns ætluðu að taka þátt - enginn sænskur kór var þar á meðal. Svíarnir létu vita tæpum mánuði eftir síðasta skráningardag að þeir ætluðu að hætta við allt saman. Það er þó smá líf í tuskunum enn því norski hópurinn (um 100 manns) og Kvennakór Reykjavíkur ætla að hittast og ef til vill einhverjir Finnar af þeim hópi sem hafði hugsað sér að taka þátt í mótinu. Þannig verður ekki um formlegt mót að ræða en þó eitthvað í áttina. Kveðja, Sigrún Þorgeirsdóttir Kvennakór Reykjavíkur Netfang: kvkor@mmedia.is Vefsetur Kvennakórs Reykjavíkur: http://kvennakorinn.is/