Salka kvennakór á Dalvík heldur sína árlegu vortónleika í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík 11. maí kl. 20:30 og að þessu sinni er kórinn með Júróvísjón þema. Á dagskránni eru 15 ný lög sem eru öll útsett af Páli Barna Szabó stjórnanda kórsins auk þess sem kórinn flytur "Þér við hlið" sem Regína Ósk flutti í Júróvisjón fyrir nokkrum árum en lagið var sungið á síðasta landsmóti kvennakóra.
Í fyrsta skipti verður hljómsveit að spila undir hjá Sölku auk þess sem kórinn er í samstarfi við tónlistarskólann á Dalvík og fékk til liðs við sig flautu-, saxófón- og fiðluleikara sem stunda þar nám. Hljómsveitina skipa þeir Páll Barna Szabó, Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson og Bjarni Jóhann Valdimarsson.Þetta verða frábærir tónleikar, með hressum og skemmtilegum íslenskum og erlendum júróvísjónlögum í mjög flottum útsetningum.
Miðaverð er 2.500 kr.