Á þessu ári eru 10 ár liðin frá stofnun Jórukórsins á Selfossi. Vortónleikar kórsins verða að þessu sinni fimmtudaginn 4. maí kl. 20:30 í Hólmaröst á Stokkseyri þar sem kaffihúsastemning verður ráðandi og í Selfosskirkju sunnudaginn 7. maí kl. 17:00. Gestasöngvari með Jórukórnum er söngstjarnan Regína Ósk Óskarsdóttir. Gígjan óskar Jórukórnum hjartanlega til hamingju með 10 ára afmælið.
Fréttatilkynning frá Jórukórnum á Selfossi
Jórukórinn og Regína Ósk
Á þessu ári eru 10 ár liðin frá stofnun Jórukórsins á Selfossi. Vortónleikar kórsins verða að þessu sinni fimmtudaginn 4. maí kl. 20:30 í Hólmaröst á Stokkseyri þar sem kaffihúsastemning verður ráðandi og í Selfosskirkju sunnudaginn 7. maí kl. 17:00.
Gestasöngvari er söngstjarnan Regína Ósk Óskarsdóttir, sem vakti mikla athygli í undankeppni Eurovision keppninnar, hún tekur lagið með kórnum og flytur einnig eigin lög.
Efnisskráin er mjög fjölbreytt með léttu yfirbragði. Þar er að finna íslenskar söngperlur í bland við vinsæl dægurlög. Í tilefni að afmælisárinu eru líka rifjuð upp nokkur uppáhaldslög frá fyrri árum.
Stjórnandi kórsins er sópransöngkonan Hlín Pétursdóttir og undirleik á píanó annast Þórlaug Bjarnadóttir. Einnig leggja góðir hljóðfæraleikarar kórnum lið þeir Jóhann Stefánsson, Smári Kristjánsson og Gunnar Jónsson.
Það verður hátíðarstemning í bland við létta sveiflu á tónleikum Jórukórsins í ár.
Hlökkum til að sjá ykkur í Hólmaröstinni og Selfosskirkju.