Kvennakórinn Senjóríturnar heldur sína árlegu vortónleika í Grensáskirkju laugardaginn 5. maí kl. 14:00.
Á skemmtilegri efnisskrá eru bæði innlend og erlend lög.
Senjóríturnar eru sjálfstæð deild innan Kvennakórs Reykjavíkur. Söngkonur eru allar 60+ ára og hafa margar langan söngferil að baki.
Stjórnandi kórsins er Ågota Joó og undirleikari Vilberg Viggósson.
Aðgangseyrir er kr. 1500 fyrir fullorðna og kr. 600 fyrir börn. Ekki verður posi til að taka við kortagreiðslum á staðnum og eru tónleikagestir því vinsamlega beðnir um að hafa pening meðferðis.