Þann 3. desember var kvennakórinn Vox feminae bakvið gluggann í lifandi dagatali Norræna hússins og flutti hátíðlega aðventudagskrá við kertaljós undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur.
Hugmyndin að baki dagatalinu er sú að á hverjum degi kl 12:34 er einhver listamaður með stutta dagskrá. Eins og vera ber í jóladagatali veit maður ekki fyrir fram hvað er bakvið hvern glugga. Dagatalinu er ætlað að veita áhorfendum innblástur, lyfta andanum augnablik og hlaða rafhlöðurnar á aðventunni. Komast í burt frá öllu stressi og njóta þess að eiga notalega stund með piparkökum, jólaglöggi og góðum félagsskap.
Listamennirnir sem koma fram í desember eru:
Motion boys, Sjón, Hallgrímur Helgason, Jón Ólafsson, Hildur Vala, Kristín Mjölll, Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, Sprengjuhöllin, Steinar í Djúpinu, Karl Sigurbjörnsson, Vox feminae, Högni úr Hjaltalín, Duo Stemma, Ófeigur Sigurðsson, Ari Trausti Guðmundsson, Reykjavík!, Djass með Inga og Danna, Sollla og Sandra, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Kira Kira, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Jón Gnarr ogr Björk.
Hugmyndin að baki dagatalinu er sú að á hverjum degi kl 12:34 er einhver listamaður með stutta dagskrá. Eins og vera ber í jóladagatali veit maður ekki fyrir fram hvað er bakvið hvern glugga. Dagatalinu er ætlað að veita áhorfendum innblástur, lyfta andanum augnablik og hlaða rafhlöðurnar á aðventunni. Komast í burt frá öllu stressi og njóta þess að eiga notalega stund með piparkökum, jólaglöggi og góðum félagsskap.
Listamennirnir sem koma fram í desember eru:
Motion boys, Sjón, Hallgrímur Helgason, Jón Ólafsson, Hildur Vala, Kristín Mjölll, Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, Sprengjuhöllin, Steinar í Djúpinu, Karl Sigurbjörnsson, Vox feminae, Högni úr Hjaltalín, Duo Stemma, Ófeigur Sigurðsson, Ari Trausti Guðmundsson, Reykjavík!, Djass með Inga og Danna, Sollla og Sandra, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Kira Kira, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Jón Gnarr ogr Björk.