Léttsveit Reykjavíkur fer senn í söngferðalag til Skagafjarðar og Eyjafjarðar.
Kórinn verður með tónleika í Hóladómskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 20.00.
Laugardaginn 1. maí verður kórinn með tónleika í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík og hefjast þeir kl. 16.00. Laugardaginn 8. mai kl. 17.00 mun Léttsveitin ásamt Álftagerðisbræðrum syngja baráttu- og bjartsýnisljóð í Háskólabíói.
Hljóðfæraleikarar sem spila með kórnum eru: Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanóleikari, Tómas R. Einarsson, bassaleikari og Kjartan Guðnason, trommuleikari.
Stjórnandi eins og ávallt er Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
30. apríl
Hóladómkirkja
kl. 20.00
1. maí
Menningarhúsið Berg á Dalvík
kl. 16.00
8. maí
Háskólabíó
kl. 17.00
Léttsveitin syngur með Álftagerðisbræðrum