Kvennakórinn Ymur og Mánakórinn verða með sameiginlega tónleika síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl kl. 20.30 í Tónbergi á Akranesi. Tónleikarnir bera nafnið "Vorið kom". Stjórnandi Kvennakórsins Yms er Sigríður Elliðadóttir og undirleikari er Steinunn Árnadóttir. Kvennakórinn Ymur hefur starfað á Akranesi í 13 ár. Kórinn hefur gefið út einn geisladisk er nefnist Ymur, ásamt því að halda 1-2 tónleika á hverju ári. Stjórnandi Mánakórsins er Violete S. Smid og undirleikari hans er Krystyna Cortes. Mánakórinn var stofnaður haustið 2004 í Reykjavík og er blandaður áhugamanna kór. Miðar verða seldir við innganginn og er miðaverð kr. 1500.-