Vortónleikar Kyrjanna verða í Seltjarnarneskirkju, sunnudaginn 8. maí kl. 17:00. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda en flutt verða létt lög, íslensk og erlend, úr ýmsum áttum. Má þar nefna lög eins og Cry Me a River, Stormy Weather og lögin Einu sinni á ágústkveldi og Hvað er að eftir bræðurna Jónas Árnason og Jón Múla Árnason.
Sem fyrr er stjórnandi kórsins Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir og píanóleikari er Halldóra Aradóttir sem einnig hefur útsett nokkur laganna.
Miðasala verður við innganginn og er miðaverð kr. 1800.