Kvennakór Reykjavíkur undirbýr nú vortónleika sem haldnir verða 15. og 17. maí í Digraneskirkju.
Andi tónleikanna verður á vorlegum og glaðlegum nótum, léttleikandi tónlist við allra hæfi svo jafnvel má búast við að tónleikagestir taki undir. Á dagskránni verða fjölbreytt sönglög á vorlegum og glaðlegum nótum, bæði innlend og erlend.
Eins og oft áður er komið víða við og eiga gestir von á að heyra allt frá lögum ABBA og Megasar til framandi stórskemmtilegra laga frá Japan, Serbíu og Noregi. Hin gullfallegu lög Cantemus hins ungverska Bárdos Lajos og Seal Lullaby eftir Eric Whitacre eru í sérstöku uppáhaldi kórsins í vor. Bjóðum alla hjartanlega velkomna á tónleikana til okkar að syngja inn sumarið.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 fimmtudaginn 15. maí og kl. 17 laugardaginn 17. maí.
Miðaverð er kr. 2500.- í forsölu og kr. 3000.- við innganginn.
Miðar fást hjá kórkonum, í síma 8966468 eða á postur@kvennakorinn.is
Viva la Musica !