Aðventutónleikar Jórukórsins og Karlakórs Selfoss verða haldnir í Hólmaröst á Stokkseyri miðvikudaginn 1. desember kl. 20.30.
Jórukórinn á Selfossi heldur aðventutónleika ásamt Karlakór Selfoss í Hólmaröst á Stokkseyri miðvikudaginn 1. desember kl. 20.30. Kórarnir munu flytja hvor sína efnisskrá en syngja einnig saman og mynda þá nær 100 manna blandaðan kór. Stjórnandi Jórukórsins er Helena R. Káradóttir og Þórlaug Bjarnadóttir leikur með þeim á píanó. Stjórnandi Karlakórs Selfoss er Loftur Erlingsson og hjá þeim sér Jörg Sondermann um píanóleik.
Miðaverð er kr. 2000 en frítt er fyrir 12 ára og yngri.