Vegir liggja til allra átta er yfirskrift vortónleika Kyrjanna sem verða laugardaginn 15. maí í Seltjarnarneskirkju klukkan 17.00.
Flutt verða mörg af frábærum og sígildum lögum sem Ellý Vilhjálms og Haukur Mortens sungu og má þar nefna, Sveitin milli sanda, Hæ Mambó, Tondeleyó og Í grænum mó.
Stjórnandi tónleikanna er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, píanóleikari er Halldóra Aradóttir og um ásláttarhljóðfæri sér George Claassen.
Miðaverð er 1500 krónur og er forsala hjá kórkonum og við innganginn.