Kvennakórskonur á Akureyri hafa í nógu að snúast þessa dagana við undirbúning landsmótsins. Þær hafa fengið Kvennakórinn Sölku á Dalvík til liðs við sig við undirbúninginn og hlakka þær allar mikið til að taka á móti landsmótsgestum í vor.
Rúmlega 700 konur hafa skráð sig á landsmótið og eru mótshaldarar hæstánægðar með þessa frábæru þátttöku. Tuttugu kórar víðsvegar að af landinu hafa skráð sig á mótið og einn gestakór frá Noregi, Vox Humana.
Á vef Kvennakórs Akureyrar www.kvak.is er að finna ýmsar upplýsingar um kvennakórinn og landsmótið og verður vefsíðan uppfærð með nýjum upplýsingum alveg fram að landsmóti. Samfélagsmiðillinn facebook er að sjálfsögðu einnig notaður og þar er hægt að finna upplýsingar um landsmótið á https://www.facebook.com/landsmot2014.
Dagskrá mótsins er ennþá í mótun en drög að henni er að finna á vefsíðu www.kvak.is en þar eru einnig upplýsingar um fjölda þátttökukóra, upplýsingar um söngsmiðjurnar, uppröðun kóra í söngsmiðjur og margt fleira.
Eftirfarandi kórar taka þátt í landsmótinu:
Jórukórinn Selfossi Kyrjurnar Reykjavík Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur Cantabile Reykjavík Heklurnar Mosfellsbæ Kvennakór Reykjavíkur Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hornafjarðar Kvennakór Kópavogs Kvennakórinn Ljósbrá Hellu Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík Salka Kvennakór Dalvík Vox Humana – gestakór frá Noregi Léttsveit Reykjavíkur Kvennakór Garðabæjar Kvennakór Ísafjarðar Kvennakórinn Ymur Akranesi Freyjukórinn Borgarfirði Kvennakórinn Seljur Hafnarfirði Héraðsdætur Egilsstöðum Kvennakór Akureyrar