Nú líður að því að tímabært verði að flytja á tónleikum, afrakstur æfinga kórsins síðan í janúar.
Kvennakór Kópavogs mun því halda vortónleika í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti sunnudaginn 25. apríl kl. 16.00.
Ýmis létt og skemmtileg lög verða á efnisskránni þar á meðal nokkrar perlur eftir Sigfús Halldórsson.
Einsöngvari á tónleikunum verður Ragnhildur D. Þórhallsdóttir. Á tónleikunum mun einnig koma fram barnakórinn Englaraddir.
Stjórnandi kórsins er Julian M. Hewlett. Píanóundirleikur verður í höndum Guðríðar Sigurðardóttur.
Aðgangseyri verður stillt í hóf en miðaverð er einungis 1000 kr. fyrir áheyrendur eldri en 12 ára.
Sjáumst þá!
Kvennakór Kópavogs