Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í menningarmiðstöðinni Gerðubergi sunnudaginn 27. október kl. 15.00.
Á efnisskrá eru Ástarljóðavalsar eftir Jóhannes Brahms, lög eftir Benjamin Britten og íslensk kórlög. Einnig leika tvær kórstúlkur einleik á píanó og klarinett, verk eftir Khachaturian og Jettel. Einsöngvari með kórnum er Anna Sólveig Árnadóttir, píanóleikari er Marie Huby og stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir.