Jórukórinn á Selfossi og Karlakór Selfoss halda sameiginlega jólatónleika í Lista- og menningarmiðstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri, sunnudaginn 4. desember. Stjórnendur tónleikanna eru þau: Hlín Pétursdóttir, Helga Sighvatsdóttir og Loftur Erlingsson. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og eru miðar seldir við innganginn.Fréttatilkynning frá Jórukórnum
Karlakór Selfoss og Jórukórinn efna nú í fyrsta skipti til sameiginlegra jólatónleika. Kórarnir hafa átt gott samstarf á undanförnum árum og hafa þeir áður sameinað krafta sína í söng. Tvisvar sinnum hafa þeir haldð vel happnaða tónleika í Ými í Reykjavík og einnig hafa þeir sungið sameiginlega á aðventutónleikum. Karlakór Selfoss fagnar 40 ára afmæli í ár, í tilefni þessara tímamóta gaf kórinn úr sinn þriðja geisladisk og fór í vel heppnaða tónleikaferð til Vesturheims á liðnu sumri. Stjórnandi kórsins er Loftur Erlingsson og undirleik á píanó annast Julian Edward Isaacs. Helga Kolbeinsdóttir, sópransöngkona, syngur einsöng með Karlakór Selfoss. Jórukórinn er yngri að árum en hann er nú á sínu 10. starfsári. Jórurnar fóru til Austurrríkis á síðasta ári og tóku þátt í tónlistarhátíð í Salzburg. Geisladiskur með söng kórsins vera gefin út fyrir jólin 2003. Hlín Pétursdóttir sópransöngkona, sem ættuð er af þessum slóðum tók við stjórn kórsins fyrir ári síðan. Þórlaug Bjarnadóttir hefur annast undirleik á píanó fyrir Jórurnar um áraraðir. Blokkflautukvintett Tónskóla Árnesinga, leikur í upphafi tónleikanna. Hann skipa þau: Margrét Brynja Guðmundsdóttir, Ásrún Sæland, Heiðrún Birna Rúnarsdóttir, Þórhildur Helga Guðjónsdóttir og Ingibjörg Birgisdóttir. Stjórnandi kvintettsins er Helga Sighvatsdóttir. Miðar verða seldir við innganginn. Miðaverð kr. 1.500.- fyrir eldri en 12 ára, allir velkomnir. Með bestu jólakveðju, Jórukórinn á Selfossi, oskarmarels@simnet.is
Karlakór Selfoss og Jórukórinn efna nú í fyrsta skipti til sameiginlegra jólatónleika. Kórarnir hafa átt gott samstarf á undanförnum árum og hafa þeir áður sameinað krafta sína í söng. Tvisvar sinnum hafa þeir haldð vel happnaða tónleika í Ými í Reykjavík og einnig hafa þeir sungið sameiginlega á aðventutónleikum. Karlakór Selfoss fagnar 40 ára afmæli í ár, í tilefni þessara tímamóta gaf kórinn úr sinn þriðja geisladisk og fór í vel heppnaða tónleikaferð til Vesturheims á liðnu sumri. Stjórnandi kórsins er Loftur Erlingsson og undirleik á píanó annast Julian Edward Isaacs. Helga Kolbeinsdóttir, sópransöngkona, syngur einsöng með Karlakór Selfoss. Jórukórinn er yngri að árum en hann er nú á sínu 10. starfsári. Jórurnar fóru til Austurrríkis á síðasta ári og tóku þátt í tónlistarhátíð í Salzburg. Geisladiskur með söng kórsins vera gefin út fyrir jólin 2003. Hlín Pétursdóttir sópransöngkona, sem ættuð er af þessum slóðum tók við stjórn kórsins fyrir ári síðan. Þórlaug Bjarnadóttir hefur annast undirleik á píanó fyrir Jórurnar um áraraðir. Blokkflautukvintett Tónskóla Árnesinga, leikur í upphafi tónleikanna. Hann skipa þau: Margrét Brynja Guðmundsdóttir, Ásrún Sæland, Heiðrún Birna Rúnarsdóttir, Þórhildur Helga Guðjónsdóttir og Ingibjörg Birgisdóttir. Stjórnandi kvintettsins er Helga Sighvatsdóttir. Miðar verða seldir við innganginn. Miðaverð kr. 1.500.- fyrir eldri en 12 ára, allir velkomnir. Með bestu jólakveðju, Jórukórinn á Selfossi, oskarmarels@simnet.is