“Yfir fannhvíta jörð” er yfirskrift glæsilegra aðventutónleika allra kóra
sönghússins Domus vox undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur í
Hallgrímskirkju 9. desember 2010.
Á tónleikunum flytja 200 söngkonur á öllum aldri úr Stúlknakór Reykjavíkur
og kvennakórunum Cantabile og Vox feminae ásamt Maríusi Sverrissyni
einsöngvara margar af okkar fallegustu aðventu- og jólaperlum. Antonia
Hevesi leikur með á orgel, Örnölfur Kristjánsson á selló, Helga S.
Torfadóttir og Hlín Erlendsdóttir á fiðlu og Eydís Franzdóttir á óbó.
Tónleikarnir verða tvennir, kl. 18:00 og 20:30, en uppselt er á seinni
tónleikana.
Miðaverð er 4000 kr. en 3000 kr. í forsölu. Forsala aðgöngumiða er hjá kórfélögum og í Domus Vox, Laugavegi 116.