Laugardaginn 7. október heimsækir Kvennakór Garðabæjar hinn sögufræga stað Reykholt í Borgarfirði og heldur tónleika í Reykholtskirkju kl. 17.00. Stjórnandi tónleikanna er Ingibjörg Guðjónsdóttir en píanóleikari er Helga Laufey Finnbogadóttir.Tónleikarnir eru liður í norrænni ráðstefnu
Efnisskrá tónleikanna verður afar fjölbreytt með íslenskum og erlendum verkum frá öllum tímum. Áhersla verður þó lögð á íslensk þjóðlög og sönglög m.a. eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Mist Þorkelsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson og Hildigunni Rúnarsdóttur. Tónleikarnir eru liður í norrænni ráðstefnu sem fram fer í Reykholti þessa daga en tónleikarnir eru að sjálfsögðu öllum opnir. Aðgangseyrir er 1000 kr. Kvennakór Garðabæjar hlakkar mikið til dagsins og vonast eftir að sem flestir mæti á tónleikana og njóti kórsöngsins í einni hljómfegurstu kirkju landsins.
Efnisskrá tónleikanna verður afar fjölbreytt með íslenskum og erlendum verkum frá öllum tímum. Áhersla verður þó lögð á íslensk þjóðlög og sönglög m.a. eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Mist Þorkelsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson og Hildigunni Rúnarsdóttur. Tónleikarnir eru liður í norrænni ráðstefnu sem fram fer í Reykholti þessa daga en tónleikarnir eru að sjálfsögðu öllum opnir. Aðgangseyrir er 1000 kr. Kvennakór Garðabæjar hlakkar mikið til dagsins og vonast eftir að sem flestir mæti á tónleikana og njóti kórsöngsins í einni hljómfegurstu kirkju landsins.