Stjórn Kvennakórs Garðabæjar er nú í óðaönn að skipuleggja áttunda starfsár kórsins sem hefst formlega 27. ágúst. Kórinn er á leið til Köben til þess að heiðra Kvennakór Kaupmannahafnar á 10 ára starfsafmæli þeirra. Kvennakór Garðabæjar býður konur velkomnar til sín ef þær hafa áhuga á að sameinast skemmtilegum kór. Kvennakór Garðabæjar heldur úti sínu eigin vefsetri en þar má nálgast fréttir af starfinu hverju sinni.Fréttabréf frá Kvennakór Garðabæjar
Stjórn Kvennakórs Garðabæjar er nú í óðaönn að skipuleggja áttunda starfsár sitt sem hefst formlega 27. ágúst með fyrstu æfingu vetrarins. Sem fyrr verður æft í Kirkjuhvoli á mánudagskvöldum frá 19.30-22.30 og annan hvern miðvikudag frá 17.30-19.00. Kvennakór Garðabæjar stefndi á ferð til Barcelona á komandi hausti og var ætlunin að taka þátt í alþjóðlegri kórahátíð þar í borg. Ekki reyndist unnt að fá flug sem hentuðu dagskrá kórahátíðinnar og ætla því kórkonur og makar þess í stað að bregða sér til Kaupmannahafnar í lok október og taka þátt í afmælisfagnaði Kvennakórs Kaupmannahafnar en sá kór var stofnaður fyrir 10 árum af Ingibjörgu Guðjónsdóttur kórstjóra Kvennakórs Garðabæjar. Kvennakór Kaupmannahafnar er kór íslenskra kvenna, búsettra í Kaupmannahöfn og hefur að jafnaði talið um 24 konur þau 10 ár sem hann hefur verið starfræktur. Æft er í Jónshúsi. Dagskrá ferðarinnar er enn í mótun en fyrirhuguð er m.a. heimsókn í sendiráð Íslands á Norðurbryggju, sameiginlegir tónleikar kóranna og þátttaka í kóranámskeiði í Kaupmannahöfn. Ferðinni lýkur svo með hátíðarkvöldverði kóranna í tilefni starfsafmælisins. Kvennakór Garðabæjar getur alltaf bætt við sig söngelskum og áhugasömum konum. Kórkonur eru nú 38 talsins en búseta í Garðabæ er alls ekki skilyrði fyrir inngöngu í kórinn. Áhugasamar hafi samband við Ingibjörgu kórstjóra í síma 864 2722. Endilega kíkið á heimasíðu Kvennakórs Garðabæjar, www.kvennakor.is og lesið nánar um þennan blómlega kór. Á síðunni má einnig finna krækju á heimasíðu Kvennakórs Kaupmannahafnar.
Stjórn Kvennakórs Garðabæjar er nú í óðaönn að skipuleggja áttunda starfsár sitt sem hefst formlega 27. ágúst með fyrstu æfingu vetrarins. Sem fyrr verður æft í Kirkjuhvoli á mánudagskvöldum frá 19.30-22.30 og annan hvern miðvikudag frá 17.30-19.00. Kvennakór Garðabæjar stefndi á ferð til Barcelona á komandi hausti og var ætlunin að taka þátt í alþjóðlegri kórahátíð þar í borg. Ekki reyndist unnt að fá flug sem hentuðu dagskrá kórahátíðinnar og ætla því kórkonur og makar þess í stað að bregða sér til Kaupmannahafnar í lok október og taka þátt í afmælisfagnaði Kvennakórs Kaupmannahafnar en sá kór var stofnaður fyrir 10 árum af Ingibjörgu Guðjónsdóttur kórstjóra Kvennakórs Garðabæjar. Kvennakór Kaupmannahafnar er kór íslenskra kvenna, búsettra í Kaupmannahöfn og hefur að jafnaði talið um 24 konur þau 10 ár sem hann hefur verið starfræktur. Æft er í Jónshúsi. Dagskrá ferðarinnar er enn í mótun en fyrirhuguð er m.a. heimsókn í sendiráð Íslands á Norðurbryggju, sameiginlegir tónleikar kóranna og þátttaka í kóranámskeiði í Kaupmannahöfn. Ferðinni lýkur svo með hátíðarkvöldverði kóranna í tilefni starfsafmælisins. Kvennakór Garðabæjar getur alltaf bætt við sig söngelskum og áhugasömum konum. Kórkonur eru nú 38 talsins en búseta í Garðabæ er alls ekki skilyrði fyrir inngöngu í kórinn. Áhugasamar hafi samband við Ingibjörgu kórstjóra í síma 864 2722. Endilega kíkið á heimasíðu Kvennakórs Garðabæjar, www.kvennakor.is og lesið nánar um þennan blómlega kór. Á síðunni má einnig finna krækju á heimasíðu Kvennakórs Kaupmannahafnar.