Laugardaginn 22. nóvember safnaðist fríður flokkur kvenna úr Kvennakór Suðurnesja ásamt fjölskyldum sínum saman í mötuneyti Slippsins í Njarðvík í þeim tilgangi að búa til laufabrauð, en það er árleg fjáröflun Kvennakórs Suðurnesja.
Það er alltaf góð stemmning þegar kórinn fer í laufabrauðsgerð, mikið spjallað og hlustað á tónlist og fær jólatónlistin að fljóta með þó aðventan sé ekki byrjuð, því það að gera laufabrauð tilheyrir náttúrulega jólaundirbúningnum. Allt gekk þetta vel, þær fyrstu mættu kl. 9 um morguninn og var byrjað að skera út, en steikingunni seinkaði aðeins þar sem feitin sem var pöntuð kom ekki með kökunum og varð því að redda því öðruvísi. Sigurjón bakari bjargaði því og var byrjað að steikja á fullu um ellefuleytið.
Mætingin var góð og því var búið að skera allt út fyrir fjögur og búið að steikja fyrir fimm, alls 1200 kökur sem margar hverjar voru listaverk, svo flottur var útskurðurinn. Laufabrauðin hjá kvennakórnum eru geysilega vinsæl og þykja mjög góð, enda seldust þau upp á nokkrum dögum.
Það er alltaf góð stemmning þegar kórinn fer í laufabrauðsgerð, mikið spjallað og hlustað á tónlist og fær jólatónlistin að fljóta með þó aðventan sé ekki byrjuð, því það að gera laufabrauð tilheyrir náttúrulega jólaundirbúningnum. Allt gekk þetta vel, þær fyrstu mættu kl. 9 um morguninn og var byrjað að skera út, en steikingunni seinkaði aðeins þar sem feitin sem var pöntuð kom ekki með kökunum og varð því að redda því öðruvísi. Sigurjón bakari bjargaði því og var byrjað að steikja á fullu um ellefuleytið.
Mætingin var góð og því var búið að skera allt út fyrir fjögur og búið að steikja fyrir fimm, alls 1200 kökur sem margar hverjar voru listaverk, svo flottur var útskurðurinn. Laufabrauðin hjá kvennakórnum eru geysilega vinsæl og þykja mjög góð, enda seldust þau upp á nokkrum dögum.