Aðalfundur Gígjunnar verður haldinn laugardaginn 17. október kl. 14:00 - 16:00 í Söngskólanum Domus Vox, Laugavegi 116, 105 Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar:
- Skýrsla stjórnar.
- Reikningar.
- Umræða um skýrslu og reikninga.
- Tillögur og lagabreytingar.
- Ákvörðun árgjalds.
- Kosning formanns.
- Kosning stjórnar og varamanna.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Lagabreytingar og aðrar tillögur frá aðildarkórum skulu berast stjórn eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.
Aðildarkórar Gígjunnar eru hvattir til þess að senda formann og stjórnir sínar á fundinn. Við viljum vekja athygli á að hver kór getur sent eins marga fulltrúa og hann vill á fundinn. Tveir fulltrúar hvers aðildarkórs hafa atkvæðisrétt á aðalfundi skv. lögum Gígjunnar.