Sunnudaginn 31. ágúst næstkomandi mun Kvennakórinn Vox feminae sækja Hóladómkirkju heim. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir. Kórinn mun syngja við messu kl. 11.00 og síðan á tónleikum kl. 14.00. Á tónleikunum verða flutt ýmis trúarleg verk eftir íslenska höfunda ásamt úrvali Maríuljóða. Hóladómkirkja minnist um þessar mundir 800 ára afmælis hins þekkta sálms Heyr himnasmiður" eftir Kolbein Tumason og eru tónleikarnir ekki síst tileinkaðir þeim sálmi. Tónlistarunnendur ættu að grípa þetta tækifæri til að eiga góða stund í Hóladómkirkju. Aðgangur er ókeypis.
Kvennakórinn Vox feminae er 15 ára á þessu ári
Vox feminae fagnar á þessu ári 15 ára starfsafmæli sínu. Kórinn var stofnaður árið 1993 af Margréti J. Pálmadóttur og hefur starfað undir stjórn hennar æ síðan. Vox feminae hefur komið fram við margvísleg tækifæri hér heima og haldið fjölda tónleika á ári hverju. Þá hefur kórinn farið í tónleikaferðir bæði innanlands og utan. Kórinn hefur starfað með fjölmörgum listamönnum og einnig sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í nóvember árið 2000 vann Vox feminae til silfurverðlauna í VIII Alþjóðlegu kórakeppninni í flutningi trúarlegrar tónlistar, keppni sem kennd er við tónskáldið Palestrina og haldin er í Vatikaninu í Róm. Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins í gegnum tíðina, en jafnframt hefur kórinn lagt rækt við samtímatónlist eftir íslensk tónskáld.
Kvennakórinn Vox feminae er 15 ára á þessu ári
Vox feminae fagnar á þessu ári 15 ára starfsafmæli sínu. Kórinn var stofnaður árið 1993 af Margréti J. Pálmadóttur og hefur starfað undir stjórn hennar æ síðan. Vox feminae hefur komið fram við margvísleg tækifæri hér heima og haldið fjölda tónleika á ári hverju. Þá hefur kórinn farið í tónleikaferðir bæði innanlands og utan. Kórinn hefur starfað með fjölmörgum listamönnum og einnig sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í nóvember árið 2000 vann Vox feminae til silfurverðlauna í VIII Alþjóðlegu kórakeppninni í flutningi trúarlegrar tónlistar, keppni sem kennd er við tónskáldið Palestrina og haldin er í Vatikaninu í Róm. Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins í gegnum tíðina, en jafnframt hefur kórinn lagt rækt við samtímatónlist eftir íslensk tónskáld.