Amma engill.
Hinir sívinsælu jólatónleikar Léttsveitar Reykjavíkur verða haldnir í Bústaðakirkju 7. 8. og 9.desember næstkomandi og hefjast þeir allir kl. 20.
Með Léttsveitinni að þessu sinni koma fram tvær ungar söngkonur, vinkonurnar Sigríður Thorlacius og Hildigunnur Einarsdóttir.
Á dagskrá verða gömul og ný jólalög. Hluti af dagsskránni verður helgaður minningu Eyglóar Eyjólfsdóttur sem lést í september síðastliðnum, en hún söng með Léttsveitinni um árabil og samdi fjölmarga texta og ljóð sem kórinn hefur flutt.
Hljóðfæraleikur á tónleikunum er í höndum Aðalheiðar Þorsteinsdóttur píanóleikara, Tómasar R. Einarssonar bassaleikara og Kjartans Guðnasonar trommuleikara. Stjórnandi Léttsveitarinnar er Jóhanna Þórhallsdóttir.
Miðaverð er kr. 3000 og eru miðar til sölu í síma 897-1885, á lettsveit@lettsveit.is og hjá kórfélögum.