Næstkomandi föstudag og laugardag heldur Jórukórinn sinn árlega flóamarkað í Tryggvaskála á Selfossi. Margt eigulegra muna verður á boðstólum; smátt og stórt, mjúkt og hart, skart og skraut, skæði og klæði, bækur og blöð, plötur og diskar, nýtt og notað. Allt á mjög hóflegu verði. Einnig verða heimabakaðar kökur og annað ljúfmeti til sölu ásamt kaffi og nýbökuðum vöfflum með rjóma. Á föstudag verður opið frá kl. 14.00 til 19.00 og laugardag frá kl. 10.00 - 17.00. Flóamarkaðurinn er liður í fjáröflun Jórukórsins fyrir fyrirhugað söngferðalag og vonast þær til að sem flestir noti þetta tækifæri til að gera góð kaup á skemmtilegum markaði, sem er orðinn fastur liður í bæjarlífinu.