Kvennakór Reykjavíkur býður gesti hjartanlega velkomna á aðventutónleika.
Senn líður að lokum 20 ára afmælis kórsins, sem sannarlega hefur verið haldið hátíðlegt.
Lokahnykkurinn eru stórglæsilegir afmælis- og aðventutónleikar þar sem kórinn skartar sínu fegursta og er það okkur mikill heiður að fá til liðs við okkur frábæra söngvara, systkinin Sigrúnu “Diddú” og Pál Óskar Hjálmtýsbörn ásamt Moniku Abendroth hörpuleikara.
Dagskráin er fjölbreytt og hátíðleg. Kvennakór Reykjavíkur býður gestum vel að njóta og óskar öllum gleðilegra jóla með þökkum fyrir ánægjulega samfylgd undanfarin 20 ár.
Tónleikarnir verða í Langholtskirkju og er um tvenna tónleika að ræða:
Þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20:00.
Fimmtudaginn 28. nóvember kl 20:00.
Miðaverð er 3500 kr. í forsölu og 4000 kr. við innganginn.
Miða er hægt að fá hjá kórkonum, í síma 8966468 eftir kl. 17:00 eða á postur@kvennakorinn.is
Stjórnandi kórsins er Ágota Joó.
Undirleikarar eru Vilberg Viggósson á píanó og Monica Abendroth á hörpu.
Við hlökkum til að sjá ykkur og óskum ykkur góðrar skemmtunar.
Kvennakór Reykjavíkur.