Sunnudaginn 3. desember kl. 20 halda Jórukórinn og Karlakór Selfoss sameiginlega jólatónleika í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. Kórarnir munu syngja hvor í sínu lagi og einnig nokkur lög sameiginlega. Á efnisskránni eru þekkt og sívinsæl jólalög. Stjórnandi Jórukórsins er Hlín Pétursdóttir og stjórnandi Karlakórs Selfoss er Loftur Erlingsson. Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 1500 og eru miðar seldir við innganginn. Aðgangur ókeypis fyrir börn. Á tónleikunum munu einnig koma fram strengjasveit frá Tónlistarskóla Árnessýslu undir stjórn Guðmundar Kristmundssonar og stúlknatríóið Perlurnar sem syngja nokkur jólalög. Sunnudaginn 10. desember mun Jórukórinn aftur koma fram á tónleikum á þá í Selfosskirkju þar sem haldnir verða sameiginlegir tónleikar allra kóra og hljómsveita á svæðinu.