Námskeiðið "Lærðu að lesa nótur - fyrir fullorðna" er sérhannað fyrir kórfólk sem langar að læra grundvallaratriði nótnalesturs. Atriði eins og formerki, tóntegundir, lykla, nótnalengdir og svo framvegis. Kennari er Bragi Þór Valsson, en hann er með Mastersgráðu í kórstjórn og mikla reynslu af starfi með kórum um allan heim. Hægt er að skrá sig á námskeið hjá Braga, en þau eru haldin öðru hvoru á veturna.
Tilboð til aðildarkóra Gígjunnar
Aðildakórum Gígjunnar er boðið að fá námskeiðið sett sérstaklega upp fyrir sig (fyrir kórinn í heild sinni eða að minnsta kosti 12 manna hóp innan kórsins eða innan kóra á svæðinu).
Fyrir landsbyggðarkóra væri hægt að setja námskeiðið upp sem helgarnámskeið þar sem er farið í gegnum allt námsefnið á laugardegi og sunnudegi, í stað hins hefðbundna námskeiðs sem er haldið á kvöldin einu sinni í viku og tekur sex vikur.
Kórar á höfuðborgarsvæðinu geta eins fengið sett upp fyrir sig helgarnámskeið ef áhugi er og þá gæti það farið fram annaðhvort í æfingahúsnæði viðkomandi kórs eða í kennsluaðstöðu námskeiðsins í Lindaskóla í Kópavogi.
Allar upplýsingar um námskeiðið má finna hér: http://www.stjornandi.com/namskeid
Til að skrá sig eða fá nánari upplýsingar má hafa samband beint við Braga í tölvupóstfangið bragi(hjá)stjornandi.com eða í síma 699 5255.
Nokkrar athugasemdir frá nemendum:
"Ekki spurning að þetta hefur hjálpað heilmikið. Nóturnar líta ekki lengur út sem latína og kóræfingar verða auðveldari.".
"Ég er búin að læra fullt sem ég kunni ekki."
"Þetta var í alla staði mjög gott námskeið."
"Þetta veitir góða innsýn í lestur á nótum. Ég er fljótari að ná lögunum en áður."
"Ég næ að æfa mig meira á píanó heima og get notfært mér kunnáttuna á æfingum frekar en ein heima."
"Ég er örugglega betur búinn til að æfa mig heima og skil betur út á hvað þetta gengur."
"Hefur rifjað vel upp það sem ég kunni fyrir og bætti nýju við. Hjálpar örugglega við nótnalestur."
"Mér fannst spurningum svarað vel og skýrt. Gott námsefni."
"Ég verð áreiðanlega mun öruggari í framtíðinni að vinna í minni rödd."