Haustmarkaður KvAk verður haldinn 10. september í Hlöðunni að Hömrum (tjaldstæðinu / útilífsmiðstöð skáta) eins og í fyrra. Stefnt er á að þetta verði með líku sniði og undanfarin ár, til sölu verður ýmislegt nytsamlegt og ætt, til dæmis handverk, fatnaður, fjallagrös og annar jarðargróður og hvaðeina sem kórkonum dettur í hug að selja. Það verður heitt á könnunni og ekki er ólíklegt að kórinn dragi upp hljóðfæri og taki lagið á léttari nótunum. Markaðurinn verður opinn frá kl. 13 til 17.