Caritas tónleikar 2008 til styrktar ADHD samtökunum verða haldnir sunnudaginn 16. nóvember í Kristskirkju við Landakot kl. 16:00. Fram koma Kristján Jóhannsson tenór, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfsson tenór. Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Hulda Jónsdóttir fiðla, Bjarni Frímann Bjarnason víola, Gunnar Kvaran selló, Eiríkur Örn Pálson trompet, Einar Jóhannesson klarinett, Dougla A. Brotchie orgel, Kvennakórinn Vox Feminae, stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir. Miðaverð er kr. 5000.
Forsala aðgöngumiða er í Pennanum Eymundsson í Austurstræti og Kringlunni, á skrifstofu ADHD samtakanna Háaleitisbraut 13 og á skrifstofu Kaþólsku kirkjunnar Hávallagötu 14-16.
Miðasala verður einnig við innganginn.
ADHS samtökin eru samtök til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir, sjá frekari upplýsingar á: http://adhd.is