Kennakórinn Ymur hefur opnað nýja heimasíðu. Tilgangur síðunnar er annars vegar sá að auðvelda samskipti milli kórkvenna þar sem nauðsynlegar tilkynningar verða birtar á síðunni. Allar kórkonur hafa möguleika á því að láta skoðun sína í ljós og skiptast á skilaboðum. Hins vegar er tilgangur síðunnar að vera andlit kórsins út á við og verður hún notuð, við hvert tækifæri, til kynningar á kórnum. Inn á heimasíðunni er meðal annars að finna; gestabók, upplýsingar um kórinn og stofnun hans, félagatal, spurningar og svör um starfsemi kórsins, ýmsa tengla á fróðlegar vefsíður og síðast en ekki síst fréttir af öllum uppákomum og tónleikahaldi Kvennakórsins Yms.Nýtt vefsetur Ymskvenna
Heimasíðan er í áframhaldandi vinnslu og enn á mikið magn upplýsinga eftir að rata þangað inn. Það von okkar Ymskvenna að með tímanum verði heimasíðan ómissandi hluti af starfsemi kórsins, honum til hagsbóta, ánægju og yndisauka. http://www.123.is/ymur/
Heimasíðan er í áframhaldandi vinnslu og enn á mikið magn upplýsinga eftir að rata þangað inn. Það von okkar Ymskvenna að með tímanum verði heimasíðan ómissandi hluti af starfsemi kórsins, honum til hagsbóta, ánægju og yndisauka. http://www.123.is/ymur/