Suðrænn tangó og afríkanskt hljóðfall verða í fyrirrúmi á tvennum tónleikum Léttsveitarinnar í Íslensku óperunni þann 10. apríl næstkomandi. Taktur, töfrar og tilfinning eru orð dagsins og töfruð verður fram stemmning sem annars má aðeins finna á heitum kvöldum í Buenos Aires og New Orleans eða í dögun á víðlendum Afríku. Trommur, trommur og meiri trommur.... Kristín Jóna Þorsteinsdóttir og Kjartan Guðnason sjá um áslátt. Gunnar Hrafnsson spilar á bassa og Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanóið.
Einsöngvari er Bergþór Pálsson og öllu stjórnar Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Tónleikarnir hefjast kl. 17 og kl. 20.
Miðasala er hjá kórfélögum, á netfangi Léttsveitarinnar og í miðasölu Óperunnar á tónleikadegi.