Stjórn Gígjunnar vill hvetja aðildafélög sín til að kynna sér tónleika kvennakórsins Angelite frá Búlgaríu á Listahátíð Reykjavíkur. Listahátíð Reykjavíkur býður okkar félagsmönnum Gígjunnar frímiða á móti ákveðnum fjölda miða. Nánari upplýsingar fást hjá Þórunni Sigurðardóttur (thorunn@artfest.is) skipuleggjanda Listahátíðar.Tónleikar Angelite í Hallgrímskirkju 20 og 21. maí kl. 16.00
Þessi heimsfrægi kvennakór kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi í vor. Kórinn hefur sungið tónlist frá Balkanskaga og kirkjutónlist fyrir áhorfendur um allan heim í nærri því 20 ár og enn fara vinsældir hans vaxandi. Kórinn hefur m.a. sungið við afhendingu Nóbelsverðlaunanna og fyrir páfann i Róm og nýtur hvarvetna gríðarlegra vinsælda. Diskar kórsins hafa hlotið margvísleg verðlaun. Leyndardómsfullur og oft á tíðum yfirskilvitlegur hljómur kórsins byggir á aldagamalli sönghefð frá Balkanskaga, sem má kalla suðupott fjölþjóðamenningar, en Búlgarar hafa öldum saman deilt landi sínu m.a. með Tyrkjum, sígaunum, Rúmenum, Armeníumönnum, gyðingum og Makedóníumönnum. Útkoman er þessi sérstaki og heillandi hljómur kórsins. Raddir kvennanna breiðast út sem litríkt og geislandi litaspjald þar sem leikið er með ómstríður og yfirtóna með kraftmiklum oft á tíðum skerandi og málmkenndum, víbratólausum brjósttónum, með hrópum og köllum, trillum og allskyns flúri. Kórinn skipa um 20 konur frá hinum ýmsu héruðum landsins en allar eiga þær það sameiginlegt að hafa til að bera fullkomið vald á röddum sínum. Þær klæðast skrautlegum búningum heimalands síns og hefur samstilling þeirra í hinum flóknustu verkum, bæði hvað varðar hljóm, tónvef og hrynjandi, hvarvetna vakið undrun og aðdáun þeirra sem á hafa hlýtt. Kórinn var tilnefndur til Grammy verðlauna árið 1993 fyrir geisladiska sína From Bulgaria with love og tvöfalda geisladiskinn Melody, rythm and harmony, sem hefur að geyma tónleikahljóðritun kórsins. Kórstjóri er Georgi Petkov. Miðarverð er kr. 2.800.-
Þessi heimsfrægi kvennakór kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi í vor. Kórinn hefur sungið tónlist frá Balkanskaga og kirkjutónlist fyrir áhorfendur um allan heim í nærri því 20 ár og enn fara vinsældir hans vaxandi. Kórinn hefur m.a. sungið við afhendingu Nóbelsverðlaunanna og fyrir páfann i Róm og nýtur hvarvetna gríðarlegra vinsælda. Diskar kórsins hafa hlotið margvísleg verðlaun. Leyndardómsfullur og oft á tíðum yfirskilvitlegur hljómur kórsins byggir á aldagamalli sönghefð frá Balkanskaga, sem má kalla suðupott fjölþjóðamenningar, en Búlgarar hafa öldum saman deilt landi sínu m.a. með Tyrkjum, sígaunum, Rúmenum, Armeníumönnum, gyðingum og Makedóníumönnum. Útkoman er þessi sérstaki og heillandi hljómur kórsins. Raddir kvennanna breiðast út sem litríkt og geislandi litaspjald þar sem leikið er með ómstríður og yfirtóna með kraftmiklum oft á tíðum skerandi og málmkenndum, víbratólausum brjósttónum, með hrópum og köllum, trillum og allskyns flúri. Kórinn skipa um 20 konur frá hinum ýmsu héruðum landsins en allar eiga þær það sameiginlegt að hafa til að bera fullkomið vald á röddum sínum. Þær klæðast skrautlegum búningum heimalands síns og hefur samstilling þeirra í hinum flóknustu verkum, bæði hvað varðar hljóm, tónvef og hrynjandi, hvarvetna vakið undrun og aðdáun þeirra sem á hafa hlýtt. Kórinn var tilnefndur til Grammy verðlauna árið 1993 fyrir geisladiska sína From Bulgaria with love og tvöfalda geisladiskinn Melody, rythm and harmony, sem hefur að geyma tónleikahljóðritun kórsins. Kórstjóri er Georgi Petkov. Miðarverð er kr. 2.800.-