Í haust hefur Kvennakór Kópavogs unnið að undirbúningi „Hönd í hönd”, árlegra styrktartónleika kórsins. Þessir tónleikar hafa verið árlegur viðburður í starfi kórsins mörg undanfarin ár og hefur afrakstur tónleikanna runnið til ýmissa góðra málefna. „Hönd í hönd” er einn ánægjulegasti viðburður kórsins ár hvert og í ár mun afraksturinn renna til Umhyggju, félags langveikra barna.
Umhyggja vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Áþreifanleg tekjuskerðing á sér stað hjá mörgum fjölskyldum sem lenda í þeirri aðstöðu að barn greinist með alvarlegan og langvarandi sjúkdóm. Mörg dæmi eru þess að foreldrar hreinlega missa eignir sínar þar sem þeir neyðast til að hætta allri atvinnuþátttöku.
Nú sem fyrr eru það frábærir listamenn sem leggja verkefninu lið. Þetta eru Sigríður Beinteinsdóttir, Stefán Hilmarsson, Alda Dís Arnardóttir og Pörupiltar. Kvennakór Kópavogs mun einnig koma fram undir stjórn John Gear en þeir Ellert S. B. Sigurðarson munu einnig leika á hljóðfæri. Allir flytjendur sem og þeir sem koma að framkvæmd tónleikanna gefa vinnu sína og eru kórkonur þeim ákaflega þakklátar fyrir þeirra framlag.
Tónleikarnir verða haldnir að þessu sinni í samstarfi við Lindakirkju í Kópavogi fimmtudaginn 5. nóvember n.k. og hefjast kl. 20:00.
Miðaverð er kr. 3000 og verður hægt að panta hjá kórkonum, á netfanginu midasalakveko@gmail.com en einnig verða miðar seldir við innganginn.
Miðaverð er kr. 3000 og verður hægt að panta hjá kórkonum, á netfanginu midasalakveko@gmail.com en einnig verða miðar seldir við innganginn.