Léttsveit Reykjavíkur heldur tvenna jólatónleika þann 8. des. í Langholtskirkju, kl. 14.00 og kl. 16.30. Að venju býður Léttsveitin upp á fjölbreytta dagskrá, létt og vel þekkt jólalög í bland við hátíðlegri, og á stundum minna þekkt lög. Höfundar eins og Ólafur Gaukur og Irvin Berlin koma við sögu og eins mun kórinn flytja nýlegt lag eftir undirleikara og hljómsveitarstjóra kórsins Tómas Guðna Eggertsson. Hljómsveitina skipa að þessu sinni, auk Tómasar Guðna á píanóið, þeir Þorgrímur Jónsson á bassa, Pétur Valgarð Pétursson á gítar og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.
Að þessu sinni verður Pálmi Gunnarsson gestasöngvari.
Stjórnandi er sem fyrr hinn síkáti Gísli Magna.
Miðaverðið er kr. 3.500 og fer miðasala fram hjá kórkonum en einnig má hafa samband í gegnum netfangið lettmidar@gmail.com.
Við hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi í Langholtskirkju þann 8. desember