Kæru landsmenn!
Í fyrsta sinn í sögu kóranna tveggja munu Samkór Reykjavíkur og Kvennakórinn Heklurnar sameina raddir sínar og halda hátíðlega jólatónleika þann 16. desember kl. 20:00. Tónleikarnir verða haldnir í Fella- og Hólakirkju og munu hinir valinkunnu píanóleikarar Arnhildur Valgarðsdóttir og Kristján Bragason spila undir af sinni landsþekktu list.
Kvennakórinn Heklurnar kemur frá Mosfellsbæ og er stjórnandi þeirra hún Dagný Jónsdóttir.
Samkór Reykjavíkur skipa Snæfellingar, Akranesingar, Reykvíkingar og ýmsir aðrir víkingar undir stjórn Guðrúnar Árnýjar Guðmundsdóttur.
Aðgangseyrir er 2000 kr. og er hægt að kaupa miða hjá kórfélögum. Einnig verða óseldir miðar til sölu við inngang. Frítt er fyrir börn á grunnskólaaldri.
Eftir tónleikana verður boðið upp á kaffi og smákökur.