Senjórítukórinn heldur hausttónleika sína í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 27. október kl. 15. Á dagskrá eru létt og skemmtileg lög, íslensk og erlend, meðal annars eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni, Braga Valdimar Skúlason, Sigfús Halldórsson, Magnús Eiríksson, Bjartmar Guðlaugsson, Irving Berlin og Abba. Aðgangur kostar 3000 kr. en það er frítt fyrir börn.
Í Senjórítukórnum eru um sjötíu konur á eftirlaunaaldri; stjórnandi þeirra er Ágota Joó. Á tónleikunum hafa þær með sér þriggja manna hljómsveit sem Vilberg Viggósson stjórnar.