Það má víst með sanni segja að félagsmenn Kvennakórs Hornafjarðar hafi í nógu að snúast þessa dagana. Þær standa í ströngu við að undirbúa næsta landsmót Gígjunnar sem haldið verður á Hornafirði 25. 27. apríl. Búist er við því að um 300 söngkonur sæki mótið en þessa dagana eru kórar að ganga frá staðfestingargjaldi fyrir sína félagsmenn. Hér vinstra megin á vefsetrinu undir linknum "Landsmót" er að finna allar upplýsingar um mótið á Hornafirði. Kvennakór Hornafjarðar opnaði á dögunum vefsetur sem hefur að geyma allar upplýsingar um kórinn. Á vefsetrinu er m.a. að finna upplýsingar um: félagatal, stjórn og nefndir, kórstjóra og undirleikara kórsins. Einnig er á vefsetrinu fréttir af kórstarfinu, myndir og úrdráttur úr sögu kórsins svo nokkur dæmi séu tekin. Við óskum Kvennakór Hornafjarðar til hamingju með glæsilegt vefsetur og hvetjum ykkur til þess að kíkja inn á síðuna; http://www.hornafjordur.is/kvennakor