Fimmta Kórastefnan var haldin við Mývatn í júní í sumar. Þátttakendur voru um 270; fjórir kvennakórar, einn blandaður kór og einn stúlknakór ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Bandaríska blökkukonan Lynnel Joy Jenkins var með vinnubúðir og sungu kórarnir á ýmsum frumlegum stöðum síðan voru haldnir glæsilegir lokatónleikar. Listrænn stjórnandi og skipuleggjandi Kórastefnu er Margrét Bóasdóttir, hafin er undirbúningur fyrir Kórastefnuna 2008.Fimmta Kórastefna við Mývatn var haldin 7. - 10. júní 2007
Fimmta Kórastefna við Mývatn var haldin 7. - 10. júní 2007. Listrænn stjórnandi og skipuleggjandi hennar er Margrét Bóasdóttir. Þátttakendur voru um 270 manns, kórsöngvarar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Í fyrsta sinn var nú kvennakórum boðin þátttaka og voru um 120 söngkonur mættar til leiks. Kvennakór Akureyrar, Kvennakórinn Uppsveitasystur í Árnessýslu, Vestfirsku Valkyrjurnar á Ísafirði og nokkrar Gospelsystur úr Reykjavík. Auk kvennakóra voru um 80 söngvarar í blönduðum kór Kórastefnu sem fluttu "Mass of the Children" eftir John Rutter, ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju og hljómsveit. Bandaríska blökkukonan Lynnel Joy Jenkins stýrði vinnu kvennakóranna og Gróa Hreinsdóttir lék með á píanó. Viðfangsefni kvennakóranna var Heimstónlist "world-music" og valdi Lynnel sjö lög frá hinum ýmsu heimshornum sem kórarnir undirbjuggu og síðan var æft á öllum heimsins tungumálum með danssporum og sveiflu í félagsheimilinu Skjólbrekku. Á kvöldin voru tónleikar þátttökukóra og sungið á ýmsum stöðum svo sem í hraunhvelfingu Laxárstöðvar í Aðaldal og í Jarðböðunum við Mývatn. Lokatónleikarnir fóru fram í íþróttahúsinu í Reykjahlíð sunnudaginn 10. júní fyrir fullu húsi og glæsilegum viðtökum. Að afloknum tónleikum var skálað fyrir ánægjulegum dögum, frábærri samvinnu og sólbaðsveðri. Á Kórstefnu 2008 verður karlakórum boðin þátttaka ásamt blönduðum kórum, en kvennakórar munu örugglega fá fleiri tækifæri til þátttöku, svo glæsileg var frammistaða þeirra.
Fimmta Kórastefna við Mývatn var haldin 7. - 10. júní 2007. Listrænn stjórnandi og skipuleggjandi hennar er Margrét Bóasdóttir. Þátttakendur voru um 270 manns, kórsöngvarar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Í fyrsta sinn var nú kvennakórum boðin þátttaka og voru um 120 söngkonur mættar til leiks. Kvennakór Akureyrar, Kvennakórinn Uppsveitasystur í Árnessýslu, Vestfirsku Valkyrjurnar á Ísafirði og nokkrar Gospelsystur úr Reykjavík. Auk kvennakóra voru um 80 söngvarar í blönduðum kór Kórastefnu sem fluttu "Mass of the Children" eftir John Rutter, ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju og hljómsveit. Bandaríska blökkukonan Lynnel Joy Jenkins stýrði vinnu kvennakóranna og Gróa Hreinsdóttir lék með á píanó. Viðfangsefni kvennakóranna var Heimstónlist "world-music" og valdi Lynnel sjö lög frá hinum ýmsu heimshornum sem kórarnir undirbjuggu og síðan var æft á öllum heimsins tungumálum með danssporum og sveiflu í félagsheimilinu Skjólbrekku. Á kvöldin voru tónleikar þátttökukóra og sungið á ýmsum stöðum svo sem í hraunhvelfingu Laxárstöðvar í Aðaldal og í Jarðböðunum við Mývatn. Lokatónleikarnir fóru fram í íþróttahúsinu í Reykjahlíð sunnudaginn 10. júní fyrir fullu húsi og glæsilegum viðtökum. Að afloknum tónleikum var skálað fyrir ánægjulegum dögum, frábærri samvinnu og sólbaðsveðri. Á Kórstefnu 2008 verður karlakórum boðin þátttaka ásamt blönduðum kórum, en kvennakórar munu örugglega fá fleiri tækifæri til þátttöku, svo glæsileg var frammistaða þeirra.