Ágætu kvennakórar.
Á aðalfundi Gígjunnar í október sl. var Landsmótið á Selfossi kynnt fyrir fundargestum. Við vorum þar með stutt kynningarmyndband sem við höfum útbúið og einnig vorum við með upplýsingar um vinnuhópana og sameiginlegu lögin sem verða á mótinu. Það hefur dregist hjá okkur að senda þetta út því við þurftum að laga myndbandið aðeins en nú er það tilbúið og hér með fylgir tengill inn á þetta myndband. Upplýsingar um vinnuhópana er kominn inn á landsmótssíðuna hér á vefsetrinu.
http://vimeo.com/16980171
Það lítur út fyrir mjög góða mætingu hingað á Selfoss næsta vor því margir kórar hafa látið vita að þeir ætla að mæta, en okkur langar samt að biðja alla þá sem ætla að koma að senda landsmótsnefnd eftirfarandi upplýsingar:
1) Hve margar konur mæta líklega frá kórnum.
2) Hvar kórinn er með gistingu.
3) Óskir um vinnuhópa, velja 3 vinnuhópa.
1. val - er sá vinnuhópur sem kórinn vill helst taka þátt í.
2. val - er vinnuhópur sem er í öðru sæti hjá kórnum.
3. val - er vinnuhópur sem er í þriðja sæti hjá kórnum.
Ekki er hægt að lofa því að allir komist í þann vinnuhóp sem er í 1. vali. Einnig er rétt að taka fram að ætlast er til að kórkonur verði búnar að æfa lögin fyrir vinnuhópana. Því er gert ráð fyrir að kórinn fari allur í sama vinnuhóp, nema þegar um er að ræða mjög stóran kór og einnig ef stjórnandi viðkomandi kórs treystir sér til þess að æfa fyrir fleiri en einn vinnuhóp.
Staðfestingargjaldið er 5.000 kr á konu og er óafturkræft, það þarf að greiða í síðasta lagi 15.janúar 2011.
Reikningsnúmerið er 1169-26-1631 og kt. 631097-3249.
Vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið kolbrunka@gmail.com þegar staðfestingargjaldið er greitt.
Mótsgjaldið er ekki komið á hreint en verður allavega innan við 20.000 kr.
Fljótlega eftir 15.janúar 2011 þegar viðkomandi kór hefur greitt staðfestingargjaldið verða nótur sendar út.
Við hlökkum til að heyra í ykkur
Bestu kveðjur frá Landsmótsnefndinni Selfossi