• Fréttir
  • Tónlistin
    • Útgáfa
      • Freyjukórinn
      • Kvk Akureyrar
      • Kvennakór Suðurnesja
      • Norðurljós
      • Kvk Kaupmannahöfn
      • Léttsveit Rvíkur
      • Kvk Ljósbrá
      • Gospelsystur
      • Seljur
      • Lillukórinn
      • Ymur
      • Kvk Garðabæjar
      • Kvk Hafnarfjarðar
      • Jórukórinn
      • Kvk Reykjavíkur
      • Vox Feminae
    • Landsmót
      • Árið 2020 - Reykjavík
      • Árið 2017 - Ísafjörður
      • Árið 2014 - Akureyri
      • Árið 2011 - Selfoss
      • Árið 2008 - Hornafjörður
      • Árið 2005 - Hafnarfjörður
      • Árið 2002 - Reykjanesbær
      • Árið 1999 - Siglufjörður
      • Árið 1997 - Reykholt í Borgarfirði
      • Árið 1995 - Reykjavík
      • Árið 1992 - Ýdölum
    • Aðildakórar
      • Fyrrverandi aðildarkórar
    • Heiðursviðurkenningar
      • Hrönn Hjaltadóttir
      • Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
      • Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
      • Gróa María Þorvaldsdóttir
      • Sigríður Anna Ellerup
      • Guðrún Ósk Sæmundsdóttir
      • Heiða Gunnarsdóttir
      • Margrét Pálmadóttir
      • Margrét Bóasdóttir
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
      • Stjórn Gígjunnar 2018-2019
      • Stjórn Gígjunnar 2017-2018
      • Stjórn Gígjunnar 2016-2017
      • Stjórn Gígjunnar 2015-2016
      • Stjórn Gígjunnar 2014-2015
      • Stjórn Gígjunnar 2013-2014
      • Stjórn Gígjunnar 2012-2013
      • Stjórn Gígjunnar 2011-2012
      • Stjórn Gígjunnar 2010-2011
      • Stjórn Gígjunnar 2009-2010
      • Stjórn Gígjunnar 2008-2009
      • Stjórn Gígjunnar 2007-2008
      • Stjórn Gígjunnar 2006-2007
      • Stjórn Gígjunnar 2005-2006
      • Stjórn Gígjunnar 2004-2005
      • Stjórn Gígjunnar 2003-2004
  • Hafa samband
  • Fréttir
  • Forsíða
  • Hafa samband
  • Tónlistin
    • Útgáfa
    • Landsmót
    • Aðildakórar
    • Heiðursviðurkenningar
  • Um Gígjuna
    • Gígjan
    • Tónverkasjóður
    • Fundargerðir
    • Stofnfundur
    • Lög
    • Stjórn
  • 30074169_1661176133951423_1871409583_o

    Landssamband íslenskra Kvennakóra

  • Freyjukórinn
  • jorukorinn2017(1)
  • Kvennakór Reykjavíkur
  • Vortonleikar_2015_Gugga
  • Kvennakor Gardabaejar 1
  • Cantabile1
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Kvennakór Suðurnesja tekur þátt í Ljósanótt í Reykjanesbæ

Kvennakór Suðurnesja tekur þátt í Ljósanótt í Reykjanesbæ

1. september 2010

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin í  11. sinn dagana 2. – 5. september.

Dagskráin þessa hátíðardaga er fjölbreytt og sniðin að þörfum allrar fjölskyldunnar. Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni og framboð menningarviðburða hefur aukist ár frá ári jafnt og gestafjöldi. Áhersla er lögð á viðamiklar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags en hápunktur hátíðarinnar er á laugardeginum.

Tónlistin leikur stórt hlutverk á Ljósanótt, má þar nefna rokktónleika í Rokkheimum Rúnars Júlíussonar, bílskúrstónleika eldri kappa, tónleikasyrpu í Duushúsum þar sem Kvennakór Suðurnesja mun koma fram í Bíósalnum kl. 16.30 og hátíðartónleika í Stapa. Tónleikar unga fólksins verða í Frumleikhúsinu á fimmtudagskvöldið og á útisviðinu á föstudeginum koma fram ýmsir tónlistarmenn. Hátíðarhöldin ná hámarki á laugardagskvöldið en þá leika Hjaltalín og Páll Óskar, Hjálmar, Mannakorn og Ellen Kristjánsdóttir.  Gert verður hlé á dagskránni á meðan á flugeldasýningu stendur upp úr tíu en Hjálmar munu leika áfram í nokkra stund að henni lokinni.

Boðið verður upp á kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á föstudeginum og árgangagangan á laugardeginum er viðburður sem enginn vill missa af. Skemmtileg barnadagskrá verður á stóra sviðinu á laugardeginum auk þess sem boðið verður upp á ratleik í Duushúsum og Tilraunalandið ásamt hoppuköstulum og kassaklifri verður í skrúðgarðinum. Skessan í hellinum er í hátíðarskapi og mun hún bjóða gestum hátíðarinnar upp á heitar lummur við smábátahöfnina í Gróf.

Fjöldi myndlistarmanna sýnir verk sín víðs vegar um bæinn auk þess sem gallerý og vinnustofur listamanna verða opnar. Þess má geta að á þriðja hundrað einstaklinga eru að sýna verk sín á einn eða annan hátt.

Hátíðartónleikar á vegum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar verða haldnir í Stapa á Ljósanótt með aðkomu helstu kóra og einsöngvara í Reykjanesbæ.
Meðal þátttakenda eru: Kvennakór Suðurnesja, Kór Keflavíkurkirkju, Karlakór Keflavíkur og sönghópurinn Orfeus. Einnig stíga á stokk einsöngvararnir Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Rúnar Þór Guðmudsson og  Rósalind Gísladóttir ásamt fjölda annarra. Tónlist og útsetningar eru í höndum Arnórs B. Vilbergssonar sem hefur fengið til liðs við sig fjölda hljóðfæraleikara af svæðinu sem leika undir. Einnig kemur fram Ragnheiður Skúladóttir píanóleikari og núverandi Listamaður Reykjanesbæjar.
Efnisskráin er fjölbreytt og má þar nefna kórverk, íslensk sönglög og aríur auk lokakaflans úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og kórs úr Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar. Auk þess verða fluttar aríur úr Nabucco eftir Verdi, Casta Diva eftir Bellini og Nessun Dorma eftir Puccini.
Listrænn stjórnandi tónleikanna er Jóhann Smári Sævarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 sunnudaginn 5. september og standa í tvo klukkutíma með hléi þar sem seldar verða léttar veitingar. Hér er um að ræða metnaðarfulla og glæsilega dagskrá þar sem ekkert er til sparað. Aðgangur er ókeypis og öllum heimilt að koma og njóta á meðan húsrúm leyfir. Takið daginn frá og njótið glæsilegrar tónlistarveislu.

Frekari upplýsingar um dagskrá ljósanætur er að finna á www.ljosanott.is.

Eldri fréttir

  • Landsmót Gígjunnar haldið í maí 2023
    31. ágúst 2022
  • Landsmóti frestað til 2023
    25. janúar 2021
  • Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
    10. september 2020
  • Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
    11. júní 2020
  • Landsmóti Gígjunnar frestað
    14. mars 2020
  • Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
    11. febrúar 2020
  • Jólakveðja
    25. desember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
    20. nóvember 2019
  • Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
    19. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
    18. nóvember 2019
  • Jólatónleikar Léttsveitarinnar
    13. nóvember 2019
  • Kvenna megin
    1. nóvember 2019
  • Aðalfundur Gígjunnar 2019
    28. október 2019
  • Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
    8. maí 2019
  • Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
    3. maí 2019
  • Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
    29. apríl 2019

Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra

  • Kleppsvegur 132, 104 Reykjavík
  • gigjan2003@gmail.com
  • 847 1724
  • 690403 3660
© 2025 Gígjan, landssamband íslenskra kvennakóra