Framundan eru árlegir jólatónleikar Kyrjanna sem verða að þessu sinni haldnir í Kópavogskirkju laugardaginn 3. desember kl. 17:00. Tónleikarnir bera yfirskriftina Jól, jól, skínandi skær og á efnisskránni eru kirkjusöngvar og jólalög úr ýmsum áttum. Með Kyrjunum syngur einsöngvarinn Alda Ingibergsdóttir en stjórnandi tónleikanna er Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir. Halldóra Aradóttir leikur á píanó. Miðaverð á tónleikana er kr. 1500. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára.