Um 600 konur hafa skráð sig Landsmótið í vor og erum við í Jórukórnum alveg himinlifandi yfir þessari frábæru þátttöku. Skráðir eru 23 kórar víðsvegar að af landinu. Búið er að skipta kórunum niður í vinnuhópa og vonum við að allir séu sáttir, en að sjálfsögðu komast ekki allir í þann hóp sem þeir völdu í fyrsta sæti. Ákveðið var að útbúa vinnuhefti með öllum nótum mótsins og eiga allir að vera búnir að fá það í hendur, ef svo er ekki endilega hafði þá samband við landsmótsnefndina.
Jórukórinn hefur opnað nýja heimasíðu www.jorukorinn.is og hvetjum við ykkur til þess að skoða hana en þar eru ýmsar upplýsingar um Landsmótið og einnig um Jórukórinn. Fljótlega munum við gefa út dagskrá mótsins en hún verður með svipuðu sniði og síðustu mót. Mótsgjaldið liggur ekki alveg fyrir en það mun allavega ekki fara yfir 20 þús kr.
Á laugardeginum 30.apríl verða tónleikar þar sem flestir kórarnir syngja 2-3 lög einir og munum við fljótlega kalla eftir upplýsingum um hvaða lög það verða.
Bestu kveðjur frá Jórukórnum Selfossi