Kvennakór Garðabæjar býður til Góugleði fimmtudaginn 3. mars kl. 20 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Þetta er í annað sinn sem kórinn efnir til slíkrar gleði.
Auk kvennakórsins kemur listamaður Garðabæjar, Agnar Már Magnússon fram og hann spilar einnig undir hjá kórnum. Þórunn Þórsdóttir, nemandi úr Tónlistarskóla Garðabæjar leikur á þverflautu og Ingrid Kuhlman flytur hugvekju um jákvætt lífsviðhorf.
Kynnir verður Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikkona.
Stjórnandi Kvennakórs Garðabæjar er Ingibjörg Guðjónsdóttir og undirleikari Sólveig Anna Jónsdóttir.
Miðasala er við innganginn. Miðaverð er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir lífeyrisþega.