Aðalfundur Gígjunnar verður haldinn laugardaginn 18. október kl. 14:00 - 16:00 í Söngskólanum Domus Vox, Laugavegi 116, 105 Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar:
- Skýrsla stjórnar.
- Reikningar.
- Umræða um skýrslu og reikninga.
- Tillögur og lagabreytingar.
- Ákvörðun árgjalds.
- Kosning formanns.
- Kosning stjórnar og varamanna.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum verður kynning frá Kvennakór Ísafjarðar vegna landsmóts íslenskra kvennakóra 2017 en það verður haldið á Ísafirði. Að því loknu verður heiðursviðurkenning Gígjunnar afhent.
Í lok fundar verður Sigríður Hulda Jónsdóttir með stutt en áhugavert námskeið undir yfirskriftinni "Efling gleðinnar" en það byggir á rannsóknum innan jákvæðrar sálfræði og tengingu við hugræna atferlismótun. Daglegar hugsanir okkar og venjur stýra miklu um viðhorf okkar og hvernig okkur tekst að takast á við verkefni daglegs lífs. Farið er yfir þá grunnþætti sem efla jákvæðni og vellíðan og gera okkur kleift að takast á við áskoranir og njóta daglegs lífs.
Sigríður Hulda hefur víðtæka reynslu og menntun. Hún hefur skipulagt og stjórnað ótal námskeiðum og ráðstefnum hér á landi og erlendis og flutt fjölmörg erindi.
Aðildarkórar Gígjunnar eru hvattir til þess að senda formann og stjórnir sínar á fundinn. Við viljum vekja athygli á að hver kór getur sent eins marga fulltrúa og hann vill á fundinn. Tveir fulltrúar hvers aðildarkórs hafa atkvæðisrétt á aðalfundi skv. lögum Gígjunnar.