Mánudagskvöldið 9. desember heldur Kvennakór Garðabæjar aðventutónleika sína í Digraneskirkju í Kópavogi og hefjast tónleikarnir kl. 20.
Sígildar jólaperlur
Efnisskrá tónleikanna verður að vanda mjög fjölbreytt og hátíðleg. Margar sígildar jólaperlur munu hljóma sem ættu að koma tónleikagestum í sannkallaða hátíðarstemmningu.
Sérstakir gestir á tónleikunum
Ágúst Ólafsson, barítónsöngvari og Dagný Marinósdóttir, flautuleikari, bæði búsett í Garðabæ munu koma fram með kórnum.
Kórstjóri Kvennakórs Garðabæjar er Ingibjörg Guðjónsdóttir og píanóleikari Sólveig Anna Jónsdóttir.
Aðgöngumiðar
Forsala aðgöngumiða er hjá kórkonum og á netfanginu kvennakorgb@gmail.com.
Miðaverð í forsölu er kr. 2000 og við innganginn kr. 2500.
Nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu kórsins