Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur söng ásamt mörgum fleiri á tónleikum sem haldnir voru í tilefni 70 ára afmælis Jóns Kr. Ólafssonar í sal FÍH síðast liðið laugardagskvöld. Þetta var mikil söngveisla og Jóni færðar margar gjafir og viðurkenningar. Einnig var stofnaður sjóður sem styrkja á safnið hans, Melódíur minninganna.
Léttsveitin heldur í söngferðalag til Krakár í Póllandi þann 9. október. Kórinn mun halda eina tónleika í borginni og gestir á tónleikunum verða karlakórinn Echo frá Kraká. Kórinn mun flytja íslensk þjóðlög, ættjarðarlög og lög eftir Tómas R. Einarsson.
Léttsveitarkonur ásamt ferðafélögum munu einnig skoða sig um í hinum frægu Saltnámum og fara í ferð til Auschwitz og Birkenau.