Kvennakórinn Embla flytur tónlist eftir Mahler, Rachmaninov, Grieg, Sigfús Einarsson og Atla Heimi Sveinsson á vortónleikum í Hömrum, Hofi á Akureyri fimmtudaginn 19. maí kl. 20.00 og í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík sunnudaginn 29. maí kl. 16.00.
Á efnisskránni er undurfalleg og rómantísk tónlist sem enginn unnandi klassískrar tónlistar má missa af. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga.
Píanóleikari er Aladár Rácz og Roar Kvam stjórnar.
Miðaverð: 2.500 kr.
Eldri borgarar: 2.000 kr.