Næstkomandi laugardag, 2. nóvember kl. 16:00 verður Léttsveit Reykjavíkur svo sannarlega í sjöunda himni í Háskólabíói.
Tónleikar þar sem Eurovisionlög, Abbalög og fleiri góðir dægursmellir hljóma. Hera Björk syngur nokkur lög með kórnum og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar hljómsveit, öllu þessu stjórnar Gísli Magna sem nú er að hefja sitt annað starfsár með Léttunum.
Miðasala hjá kórkonum, á lettsveit@lettsveit.is og í síma 897-1885. Miðaverð er 3.300 kr.