Jólatónleikar Kvennakórs Akureyrar til styrktar Mæðrastyrks-nefnd Akureyrar verða haldnir í Glerárkirkju á Akureyri laugardaginn 1. desember kl. 15.00. Fram koma Kvennakór Akureyrar, Gospelkór Akureyrar ásamt hljómsveit og Sigurði Ingimarssyni og börn úr Brekkuskóla. Stjórnendur eru Arnór B. Vilbergsson og Rannvá Olsen. Aðgangseyrir er kr. 1.500.-Fimmtu styrktartónleikarnir Kvennakórs Akureyrar fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar
Næsta laugardag, þann 1. desember kl. 15.00 heldur Kvennakór Akureyrar í fimmta sinn styrktartónleika til að afla fjár fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar fyrir jólin. Að þessu sinni fær Kvennakórinn til liðs við sig Gospelkór Akureyrar ásamt hljómsveit og Sigurði Ingimarssyni og einnig flytja börn úr Brekkuskóla lög úr söngleiknum "Krafaverk á Betlehemstræti". Arnór B. Vilbergsson stjórnar Kvennakórnum og börnunum úr Brekkuskóla, en Rannvá Olsen stjórnar Gospelkórnum. Tónlistarfólkið, auglýsendur og kirkjan gefa sitt framlag til þessa góða málefnis og verður ágóðinn að venju færður forsvarsmönnum nefndarinnar í lok tónleikanna. Aðgangseyrir er kr. 1.500.- fyrir fullorðna, en börn 12 ára og yngri fá frítt inn. Vefsetur Kvennakórs Akureyrar: http://kvak.is/
Næsta laugardag, þann 1. desember kl. 15.00 heldur Kvennakór Akureyrar í fimmta sinn styrktartónleika til að afla fjár fyrir Mæðrastyrksnefnd Akureyrar fyrir jólin. Að þessu sinni fær Kvennakórinn til liðs við sig Gospelkór Akureyrar ásamt hljómsveit og Sigurði Ingimarssyni og einnig flytja börn úr Brekkuskóla lög úr söngleiknum "Krafaverk á Betlehemstræti". Arnór B. Vilbergsson stjórnar Kvennakórnum og börnunum úr Brekkuskóla, en Rannvá Olsen stjórnar Gospelkórnum. Tónlistarfólkið, auglýsendur og kirkjan gefa sitt framlag til þessa góða málefnis og verður ágóðinn að venju færður forsvarsmönnum nefndarinnar í lok tónleikanna. Aðgangseyrir er kr. 1.500.- fyrir fullorðna, en börn 12 ára og yngri fá frítt inn. Vefsetur Kvennakórs Akureyrar: http://kvak.is/