Nú líður senn að lokum vetrarstarfs Jórukórsins. Hann ætlar að ljúka vetrinum með tvennum tónleikum í Selfosskirkju, sunnudaginn 29. apríl kl. 17.00 og þriðjudaginn 1. maí kl. 20.00.
Efnisskrá kórsins að þessu sinni er afar fjölbreytt því kórinn hefur í vetur verið að spreyta sig örlítið á háklassískri tónlist, eftir til dæmis Schubert og Vivaldi. Auk þess fer kórinn á kunnuglegar slóðir þar sem meiri léttleiki ræður ríkjum og alla leið yfir í netta jazzsveiflu. Félagar úr kórnum koma einnig fram og syngja bæði sóló og í minni hópum.
Stjórnandi kórsins er Helena R. Káradóttir og undirleikari á píanó er Þórlaug Bjarnadóttir. Einnig leika með kórnum þeir Smári Kristjánsson á kontrabassa og Örlygur Benediktsson á klarínett. Hlökkum til að sjá ykkur á skemmtilegum tónleikum.